Betri þýðing ...

Þýðing Mbl.is á því sem kemur frá þýska fjármálaráðuneytinu er ekki sérlega vel heppnuð. Betri þýðing:

Í svari fjármálaráðuneytisins segir að stjórn Sambandslýðveldisins muni í tengslum við meðhöndlun aðildarumsóknar Íslands fylgjast stöðugt með því, „hvort íslenska ríkisstjórnin virði alþjóðlega viðurkennda staðla á borð við bannið við mismunun“. Ráðuneytið tekur fram að „það eigi einnig við um meðhöndlun íslenska ríkisins á þýskum fjárfestum í ljósi íslensku bankakreppunnar. Í hugsanlegum aðildarviðræðum mun stjórn Sambandslýðveldisins taka viðeigandi tillit til framgöngu Íslands í þessum efnum.“

Þetta segir að vísu nokkurnveginn það sama, en með nákvæmara orðalagi.


mbl.is Þýsk stjórnvöld fylgjast með hvort Íslendingar virði reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SKAMM,,,,,,,, það á ekki að eiðileggja góðar fréttir með sanleikanum.

þá hafa menn ekkert,,,,,,,, að rífast um  :)

roskur@hotmail.com (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband