Rangt svar á bls. 73/86, kafla 16

Í svari um barnabætur er gefin vægast sagt villandi mynd af  íslenska barnabótakerfinu, að því er virðist í þeim tilgangi að leyna göllum þess og gefa af því fegraða mynd.

Sagt er að barnabætur séu greiddar vegna allra barna undir 18 ára aldri. Þetta er ekki rétt.

Rétt er, að vegna suma barna eru ekki greiddar neinar barnabætur, þ.e. þegar tekjutengingin er búin að þurrka þær út.

Sagt er að barnabætur séu "að hluta tekjutengdar. Þó fái allir foreldrar 61.192 kr. viðbót vegna barna yngri en 7 ára, óháð tekjum." Þessi framsetning er til þess fallin að draga fjöður yfir það að tekjutengingin er grundvallaratriði og helsta einkenni kerfsins.

Réttari framsetning væri: Barnabætur eru alfarið tekjutengdar, nema sérstök viðbót vegna barna yngri en 7 ára sem er óháð tekjum. 

Síðan eru tíundaðar hámarksbætur, annars vegar til hjóna og hinsvegar til einstæðra foreldra (sem eru um 50% hærri). Þess er ekki getið að einungis sárafáir foreldrar njóta fullra bóta, og tekjutengingarnar eru ekki útskýrðar á neinn hátt. Til að gefa raunsæja mynd hefði þarna átt að gefa líka upp hversu háar bæturnar eru hjá fólki með meðaltekjur eða þá greiddar meðalbætur vegna hvers barns á Íslandi. Einnig hefði átt að lýsa reglunum um tekjutengingarnar, hvar skerðingarmörkin liggja og hverjar skerðingarprósenturnar eru.

En kannske þeir sem sömdu þetta hafi veigrað sér við því að lýsa þessu í öllum smáatriðum af því að þeir gerðu sér grein fyrir því að væntanlegum lesendum úti í Brüssel myndi finnast þetta séríslenska barnabótakerfi alveg fáránleg uppfinning. 


mbl.is Svör Íslands afhent í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Svona verður þetta í gegnum öll svörin.

Hörður Einarsson, 23.10.2009 kl. 00:07

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo eru þarna fleiri hundruð fylgiskjöl líka, sem eflaust innihalda einhverjar villur, annað væri ómannlegt. Frágangur gagnanna eins og þau eru birt á vefnum er æði misjafn og mikill skortur er á samræmi í frágangi þeirra, auk þess sem sum þeirra eru ekkert annað en hráar töflur sem keyrðar eru beint út úr gagnagrunnum (hvaða hagstærð er eiginlega OBJECT_ID ??? ;). Svo til að toppa vitleysuna þá rakst ég á a.m.k. 6 tengla sem virkuðu ekki eða skjölin sem þeir vísuðu á vantaði. Ef íslensk stjórnvöld verða metin á grundvelli þessara óvönduðu vinnubragða, þá held ég að við getum alveg verið róleg yfir þessu því umsókninni verður einfaldlega hafnað.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband