16.6.2009 | 00:16
Bullfrétt á Stöð 2
Þá er það loksins komið á hreint, mörgum vikum eftir að Stöð 2 setti þessa vitlausu frétt í loftið: Það er bara bull að Þjóðverjar hafi haft í hótunum við okkur.
Til upprifjunar þá gekk fréttin út á það, að Stöðin sagðist hafa heimildir fyrir því að þýsk stjórnvöld hefðu hótað því í bréfi til skilanefndar Kaupþings að þvælast fyrir aðildarumsókn til ESB ef Íslendingar höskuðu sér ekki við að borga þýskum sparifjáreigendum hjá EDGE. Þessar hótanir væru ástæðan fyrir því að tilteknu lagafrumvarpi hefði verið hraðað gegnum Alþingi.
Hverjum hugsandi manni mátti vera ljóst frá upphafi að þessi frétt var ekki trúverðug. Það hindraði samt ekki Guðlaug Þór í að blása sig út á Alþingi yfir því að þessum "mikilvægu" upplýsingum væri haldið leyndum fyrir viðskiptanefnd. Síðan létu Álfheiður Ingadóttir og Lilja Mósesdóttir ginnast til að taka undir málflutning Guðlaugs í viðtölum við Stöð 2, sem lagði einkennilega áherslu á að fylgja eftir þessari "frétt" sinni næstu dagana.
Í framhaldinu var heimtað að viðskiptanefnd, þar sem Álfheiður er formaður, fengi að sjá þessa pósta. Samt hafði viðskiptaráðherra fullvissað þingheim um að það væri af og frá að í þeim fælust hótanir af einhverju tagi. Enda væru Þjóðverjar ein helsta vinaþjóð okkar og ef þeir vildu koma alvarlegum skilaboðum á framfæri við okkur, myndu þeir örugglega ekki gera það í tölvupósti frá skrifstofumanni í ráðuneyti til skilanefndar Kaupþings. Það væri álíka sennilegt og að þeir myndu nota til þess flöskupóst frá Hamborgarhöfn.
Nú þegar póstarnir hafa verið gerðir opinberir ætti Stöð 2 eiginlega að biðjast afsökunar á því að hafa haft Þjóðverja fyrir rangri sök og vissa þingmenn að fíflum.
Til upprifjunar þá gekk fréttin út á það, að Stöðin sagðist hafa heimildir fyrir því að þýsk stjórnvöld hefðu hótað því í bréfi til skilanefndar Kaupþings að þvælast fyrir aðildarumsókn til ESB ef Íslendingar höskuðu sér ekki við að borga þýskum sparifjáreigendum hjá EDGE. Þessar hótanir væru ástæðan fyrir því að tilteknu lagafrumvarpi hefði verið hraðað gegnum Alþingi.
Hverjum hugsandi manni mátti vera ljóst frá upphafi að þessi frétt var ekki trúverðug. Það hindraði samt ekki Guðlaug Þór í að blása sig út á Alþingi yfir því að þessum "mikilvægu" upplýsingum væri haldið leyndum fyrir viðskiptanefnd. Síðan létu Álfheiður Ingadóttir og Lilja Mósesdóttir ginnast til að taka undir málflutning Guðlaugs í viðtölum við Stöð 2, sem lagði einkennilega áherslu á að fylgja eftir þessari "frétt" sinni næstu dagana.
Í framhaldinu var heimtað að viðskiptanefnd, þar sem Álfheiður er formaður, fengi að sjá þessa pósta. Samt hafði viðskiptaráðherra fullvissað þingheim um að það væri af og frá að í þeim fælust hótanir af einhverju tagi. Enda væru Þjóðverjar ein helsta vinaþjóð okkar og ef þeir vildu koma alvarlegum skilaboðum á framfæri við okkur, myndu þeir örugglega ekki gera það í tölvupósti frá skrifstofumanni í ráðuneyti til skilanefndar Kaupþings. Það væri álíka sennilegt og að þeir myndu nota til þess flöskupóst frá Hamborgarhöfn.
Nú þegar póstarnir hafa verið gerðir opinberir ætti Stöð 2 eiginlega að biðjast afsökunar á því að hafa haft Þjóðverja fyrir rangri sök og vissa þingmenn að fíflum.
Bréf Þjóðverja til Kaupþings birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei, ég er ósammála þér, á meðan fjölmiðill heldur sér innan siðferðislegra marka þá ætti hann aldrei að biðjast afsökunar og finnst mér það einungis jákvætt að þessi tiltekni fjölmiðill skuli sýna eftirlit og mynda spennu á alþingi með þessum hætti.
Ég vona hins vegar að stöð 2 sendi frá sér frétt á hlutlausum forsendum þar sem að um þetta mál verður fjallað án þess að tilvist þessarar fréttar sem þú talar um hafi áhrif á flutninginn.
Einn ósammála (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.