2.9.2009 | 02:21
Skuldir og ábyrgðir íslenska ríkisins
Mér og ykkur til glöggvunar hef ég tínt hér saman yfirlit yfir lán og ábyrgðir ríkissjóðs, sem orðið hafa til eða eru að verða til sem afleiðing af bankahruninu. það lítur svona út, allt umreiknað í evrur:
Til að setja þetta í samhengi: Þjóðarframleiðslan mun vera um 1.400 mrð. kr., þannig að þessar skuldir og ábyrgðir jafngilda allri þjóðarframleiðslu eins árs. Í gegnum ríkissjóð fer um 1/3 af þjóðarframleiðslunni og samsvara ofangreindar skuldir og ábyrgðir því þriggja ára ríkisútgjöldum.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:06 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta. Þá er næst á dagskrá að finna sem mest af aurunum sem stolið var af þjóðinni og leggja þá í þetta skuldapúkk.
Björn Birgisson, 2.9.2009 kl. 11:40
Þetta er góð samantekt, en skoðum hana aðeins.
51% að minnstakosti eru "skuldir óreiðumanna" svo vitnað sé í Davíð Oddsson o.fl. og AGS peningana á víst ekki að nota. Þetta tvennt er um 70% af fjárhæðinni.
Er það ekki einhverskonar liddugangur að taka þessar óeriðuskuldir á okkur án undangenginnar athugunar á stöðunni gagnvart lögum og svo auðvitað greiðslugetu okkar?
Skorti ekki ákveðni og vilja hjá krötunum og VG í þessum samningum? Var samningateymi okkar nægjanlega forhert og reynsluríkt til þess að taka verkið að sér?
Þetta hefði verið yfirstíganlegt ef við hefðum sloppið við að greiða skuldir einkafyritækja og ef það gengur eftir að við munum ekki nota milljarðana frá AGS en þetta tvennt er um 70% af umræddri fjárhæð eins og áður er getið.
En framhjá því er ekki að líta að þetta hangir yfir okkur.
Hilmar Þór (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.