Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skuldir og ábyrgðir íslenska ríkisins

Mér og ykkur til glöggvunar hef ég tínt hér saman yfirlit yfir lán og ábyrgðir ríkissjóðs, sem orðið hafa til eða eru að verða til sem afleiðing af bankahruninu. það lítur svona út, allt umreiknað í evrur:

Skuldatafla

 

 

 

 

 

 

 

Til að setja þetta í samhengi: Þjóðarframleiðslan mun vera um 1.400 mrð. kr., þannig að þessar skuldir og ábyrgðir jafngilda allri þjóðarframleiðslu eins árs. Í gegnum ríkissjóð fer um 1/3 af þjóðarframleiðslunni og samsvara ofangreindar skuldir og ábyrgðir því þriggja ára ríkisútgjöldum.

Eitthvað skuldaði ríkissjóður víst fyrir, fyrir utan svo skuldir fyrirtækja og einstaklinga við umheiminn.
En við verðum víst bara að vona hið besta.


Vont útspil nýja formannsins

Morgunblaðið fjallaði í leiðara 2. apríl undir yfirskriftinni "Á ekki að sýna á spilin?" um það að stjórnarflokkarnir ættu að segja frá því hvernig þeir ætluðu að taka á vanda ríkissjóðs eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefði gert. Þeir ættu að sýna á spilin sín. Í leiðaranum segir m.a.: "Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Zetunni, umræðuþætti á mbl.is á mánudag, að tekjutengja þyrfti bætur almannatrygginga í auknum mæli og nefndi barnabæturnar sem dæmi."

Þarna verður ritstjóranum illilega á í messunni. Barnabætur hafa nefnilega ekkert með almannatryggingar að gera, þær eru hluti af skattkerfinu og annars eðlis en bætur almannatrygginga. Reyndar held ég að þarna sé verið að leggja formanninum orð í munn sem hann sagði ekki. Hann talaði almennt um bætur og nefndi barnabætur sérstaklega en setti þær ekki í samhengi við almannatryggingar, enda hefði Það borið vott um fullkomlega óafsakanlega fáfræði. Honum er því enginn greiði gerður með þessari bjöguðu framsetningu Morgunblaðsins.

En burtséð frá rangtúlkun Morgunblaðsins er það aðalatriði í þessari umræðu, að aukning tekjutenginga barnabóta gerir nákvæmlega það sama og hækkun álagningarprósentu gagnvart barnafólki. Sjálfstæðisflokkurinn þrástagast nú á því að hann ætli ekki að hækka skatta, andstætt því sem hinir ætli að gera, en þarna er hann nú samt að boða skattahækkun. Hið furðulega við þetta er bara það, að hann vill eingöngu leggja aukna skattbyrði á barnafólk, enga aðra. Þessi viðbótarskattbyrði myndi bitna mest á barnafjölskyldum með miðlungstekjur og það veit hver maður að þar er ekki breiðu bökin að finna.

Þetta var því afskaplega óviturlegt útspil hjá formanninum nýja og ber ekki vott um pólitískt hugrekki eins og haldið var fram í Staksteinum 31. mars s.l. heldur einhverja allt aðra eiginleika.


Skattahækkun á barnafólk

Sjálfstæðisflokkurinn sagðist í gær ekki ætla að hækka skatta. Í dag boðar nýi formaðurinn samt skattahækkun. Ekki samt almenna, til að fá meiri tekjur af þeim efnameiri, heldur sérsniðna skattahækkun sem beinist eingöngu að barnafjölskyldum og engum öðrum. Aukin tekjutenging barnabóta gerir nefnilega nákvæmlega það sama og hækkun skattprósentu, en bara hjá barnafólkinu.
Hvílík byrjun hjá nýrri forystukynslóð!
mbl.is Þarf að auka tekjutengingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband