30.3.2009 | 22:05
Skattahækkun á barnafólk
Sjálfstæðisflokkurinn sagðist í gær ekki ætla að hækka skatta. Í dag boðar nýi formaðurinn samt skattahækkun. Ekki samt almenna, til að fá meiri tekjur af þeim efnameiri, heldur sérsniðna skattahækkun sem beinist eingöngu að barnafjölskyldum og engum öðrum. Aukin tekjutenging barnabóta gerir nefnilega nákvæmlega það sama og hækkun skattprósentu, en bara hjá barnafólkinu.
Hvílík byrjun hjá nýrri forystukynslóð!
Hvílík byrjun hjá nýrri forystukynslóð!
Þarf að auka tekjutengingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, hann var ekki lengi að finna breiðu bökin hann Bjarni!
Jón Hrói Finnsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 23:22
Þetta er haft eftir Bjarna: "Bjarni Benediktsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að auka tekjutengingar til að tryggja að það fjármagn, sem ríkið hefur úr að spila, fari þangað þar sem þörfin er brýnust."
Er hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að það eigi með tekjutengingu að færa fé frá þeim sem hafa meira en nóg til þeirra sem hafa minna en nóg?
Tilvitnunin að ofan er úr úrdrættinum. Kannski er eitthvað annað að finna í sjálfu viðtalinu???
HÞB (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 23:36
Bjarni talaði ekkert um það hvert hann ætlar að færa þá peninga sem hann ætlar að fá í kassann með þessum hætti. En heldur þú HÞB að þá sem "hafa meira en nóg" sé fyrst og fremst og eingöngu að finna meðal barnafólksins? Bjarni virðist allavega skv. fyrstu fréttum ekki sjá ástæðu til að leita víðar.
Finnur Birgisson, 31.3.2009 kl. 00:17
Sjallarnir sjá um sýna, ef þeir sitja við kjötkatlana. Nú stefnir í að þeir verði læstir úti. Standi skjálfandi, lyklalausir utandyra og komist hvergi inn næstu árin. Þeir skjálfa þá bara sér til hita. Inn fara þeir ekki.
Björn Birgisson, 2.4.2009 kl. 21:59
Við sjallarnir erum þannig þenkjandi að við læsum engann úti. Það er óhuggulegt að menn vilji horfa á einhvern "skjálfa sér til hita". Við viljum að allir séu inni í hlýjunni og hafi nóg að bíta.
Svona þankagangur byggist á einhverkonar keppnisskapi, þar sem maður í hita leiksins óskar andsæðingnum ófarnaðar.
Þannig á maður ekki að hugsa í pólitík.
Alþingi er ekki vettvangur baráttu eins og Colloseum þar sem gladiotorar berjast á banaspjótum.
Alþingi er samstarfsvettvangur ólíkra sjónarmiða þar sem allir eru að vinna að því markmiði að enginn sé lokaður úti og "skjálfi sér til hita" (þetta er annars skemmtileg myndlíking).
Ég bíð spenntur eftir næstu færslu frá Finni Birgissyni
HÞB (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.